Neistar

71 17. Lífsspekin þín Skrifaðu þína eigin gullmola sem eiga að fara inn í páskaeggið. Skrifaðu: • nokkra almenna gullmola • nokkra sem eru ætlaðir foreldrunum • nokkra sem eru ætlaðir ömmu og afa • nokkra sem eru ætlaðir vinunum 18. Framtíð ritunar er … Nútíminn færir okkur sífellt nýjar leiðir til að tjá okkur. Fyrst ristu menn orðin á steinplötur, rituðu með bleki á nautshúðir, rituðu á pappírsarkir, prentuðu með prentvélum á pappír, skrifuðu með ritvélum, skrifuðu með tölvum og prentuðu út með einum músarsmelli. Núna þarf ekki einu sinni að prenta út afurðina – það dugir oft að setja hana á netið eða gefa út í rafrænu formi fyrir lesbretti og snjalltölvur. Skrifaðu texta þar sem þú veltir fyrir þér hvaða tækniframfarir munu eiga sér stað á næstu tuttugu árum. 19. Endurvinnsla … „hvað ef?“ Í jólalaginu „Skrámur skrifar jólasveininum“ snýr Laddi upp á klassíska jólalagið „Þrettán dagar jóla“ og býr til vægast sagt dramatíska sögu í bréfaformi. Leiktu sama leikinn og notaðu þessar gjafir til að skapa þína eigin endurvinnslu. Hér er upprunalegi textinn: Á jóladaginn þrettánda hann Jónas færði mér þrettán hesta þæga, tólf lindir tærar, ellefu hallir álfa, tíu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=