Neistar

69 12. Endurminningar í stuttu máli Ímyndaðu þér að þú sért ellilífeyrisþegi að skrá lífs- hlaup þitt. Þú ætlar að segja barnabörnum þínum frá því helsta sem á daga þína hefur drifið. Hvaða atriði viltu draga fram? 13. Lesendabréf Skoðaðu lesendabréfin hér og skrifaðu eitt slíkt þar sem þú vilt koma á framfæri annaðhvort hrósi eða kvörtun. Hvað einkennir endurminningar? • Einfölduð útgáfa af atvikum. • Fortíðarþrá – oft jákvæð en stundum neikvæð. • Meiri þroski þess sem segir frá. • Fjarlægð frá atburðum. TALSTÖÐVARMAÐURINN HAFI SAMBAND ÞÚ SEM komst skilaboðum til mín sím- leiðis eftir að hafa heyrt þau í talstöðinni þinni, sunnudagskvöldið 31. október sl., vinsamlegast hafðu samband við mig aftur sem fyrst í sama símanúmer, 71929. Mig langar að sýna þér þakklæti mitt fyrir það sem þú gerðir. Sigurlaug. GLUGGAPÓSTUR MEÐ ÞESSU bréfi ætla ég ekki að setja út á gluggapóstinn, heldur hæla einu líknarfélaganna sem sendir okkur þessa „vinsælu“ happdrættismiða, sem þó flestir fara í ruslakörfuna. Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra svo og aðrir senda þessa miða, en Sjálfsbjörg gerir þó eitt, sem hin félögin mættu taka upp líka, en í heimsendum miða er síðasti úrdráttur, sem gefur okkur möguleika á að kynna okkur hvort við höfum unnið eður ei, því í flestum tilfellum, a.m.k. hjá mér, gleymir fólk að athuga hvort vinningur hafi komið á miðann. Þetta mættu önnur félög gjarna taka til eftir- breytni. Ingunn Sjal tapaðist BLÁRÓSÓTT sjal úr silki og ull tapaðist í Bankastræti eða í Kornhlöðunni á Skólavörðustíg fyrir röskum tveimur vikum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 15216 eftir kl. 19. Lyklar fundust ÞRÍR Assa-lyklar, einn Subaru bíl- lykill og einn lítill lykill fundust á horni Rauðarárstígs og Hverfisgötu við Hlemm mánudagskvöldið 25. október. Eigandi má hafa samband í síma 626482. Týndir frakkar TVEIR ullarfrakkar, annar svartur og hinn dökkblár, hurfu á balli Kvenna- skólans í Tunglinu sl. fimmtudagskvöld. Hafi einhver upplýsingar um frakkana er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 31797 eða 38767. GÆLUDÝR Köttur í óskilum STÓR svartur, ómerktur fressköttur hefur sest að í Hlyngerði íbúum til vandræða. Hann er ljúfur og vel upp alinn. Kannist einhver við köttinn er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 35618. VELVAKANDI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=