Neistar
67 2. hluti: Vinnið þrjú saman og notið sömu vinnubrögð til að skrifa rökstuðning fyrir eftirfarandi fullyrðingar, með eða á móti: Hjónabandið er úrelt hugmynd. Ást er boðefnastraumur úr heilanum og hefur ekkert með andlegar tengingar að gera. Skólabúningar ættu að vera skylda í grunnskólum. Bandarískar bíómyndir eru betri en bíómyndir frá Evrópu. Til að gera verkefnið enn meira krefjandi skaltu fyrst velja viðfangsefni með hópnum og kasta svo upp á hvort þið skrifið með eða á móti. Góða skemmtun! Ritvinir, pennavinir, allir vinir í skóginum Ein frábær leið til að verða betri í ritun er að eignast svokallaðan ritvin. Milli ritvina ríkir gagnkvæm virðing. Hvað gerir ritvinur? • Les yfir texta þegar þú óskar eftir því. • Les með opinn huga en á gagnrýninn hátt. • Gefur þér hreinskilið álit. • Er fús til að ræða hvað er gott við textann og hvað er síðra. • Heldur trúnað um textann þinn og ræðir hann ekki við aðra en þig. Hvað gerir ritvinur alls ekki? • Gagnrýnir þig sem persónu. • Rýfur trúnað. Að verða góð(ur) í ritun felur í sér mikla æfingu og þess vegna er líka mikilvægt að geta fengið annað álit einhvers sem er tilbúin(n) að leggja sitt af mörkum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=