Neistar

66 • þar sem höfðað er til skynsemi: Enginn með réttu ráði myndi leyfa sex ára barni að vera úti að leik eftir miðnætti. • þar sem vísað er til sérfræðings: Næringarfræðingurinn Hulda Reykfjörð segir morgunmatinn vera mikilvægustu máltíð dagsins. • Að færa rök fyrir fullyrðingu – fullyrðing án röksemda er lítt haldbær. • Þú getur komið með mótrök, komið með rökstuðning gegn því sem annar hefur haldið fram. Reyndu að finna stað- reyndir sem afsanna það eða í það minnsta styðja þitt mál. Þegar þú svarar öðrum þarftu að skoða vel hvaða atriðum þú vilt svara, punktaðu þau niður hjá þér og svaraðu þeim í réttri röð. 8. Rökfærsluritun 1. hluti: Skrifaðu bréf til að sannfæra yfirvöld um eitthvert tiltekið málefni sem tengist hverfinu þínu eða skólaumhverfinu. Er einhverju ábótavant? Þarf að fjarlægja eitthvað? Viltu að yfirvöld standi fyrir átaki eða viðburði? Vilt þú standa fyrir atburði eða viðburði en þarft leyfi yfirvalda og jafnvel fjárstuðning? Byrjaðu á að svara spurningunum: Hvert er markmið þitt með skrifunum? Hvert er aðalatriðið í þínum málflutningi? Hvernig ætlarðu að sannfæra lesendur? Skoðaðu svo möguleikana hér að framan og notaðu a.m.k. þrjá þeirra til að byggja upp bréfið. Mundu að byrjunin er mikilvæg og það er endirinn líka! Flettu upp í bókinni Beinagrindur – Handbók um ritun og skoðaðu hvað einkennir rökfærsluritun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=