Neistar
65 7. Bloggaðu! Skrifaðu þitt eigið blogg. Veldu þér viðfangsefni en reyndu að öðru leyti að halda þig sem mest við formið á öðru hvoru blogginu hér að framan. Þú mátt gjarnan hafa mynd með. Rökfærsluritun Þegar þú lýsir skoðunum þínum eða færir rök fyrir máli þínu er góð regla að finna bæði staðreyndir sem styðja þinn málflutning og hugsa um mótrök sem þú gætir fengið. Þá verðurðu færari um að útskýra og færa rök fyrir máli þínu. Eins og alltaf þarftu að hafa í huga fyrir hverja þú ert að skrifa og hvaða áhrif þú vilt hafa með skrifunum: Hvert er markmið þitt með skrifunum? Hver er kjarninn í þínum málflutningi? Hvernig ætlarðu að sannfæra lesendur? Þú hefur þessa möguleika: • Að setja fram fullyrðingu … • sem staðreynd: Reykingar eru vondar fyrir heilsuna. • þar sem vísað er til skoðunar margra: Flestir eru sammála að útivistarreglur barna og unglinga eigi rétt á sér. • þar sem vísað er til atburðar: Íþróttadagurinn í fyrra gekk vel og því óskum við eftir að fá að endurtaka leikinn í vor. Lag dagsins: Marianne Faithfull – Why'd Ya Do It? Birgir Örn Steinarsson Það var móðir mín sem kynnti mig fyrir Marianne Faithfull. Man eftir kokteilboði heima þar sem hún setti þetta lag á fóninn og söng með! Var þá aðeins of ungur til þess að skilja textann – sem er hreint út sagt svakalegur! Lagið er eitursvalt líka. Platan Broken English með Marianne sem þetta lag er af – er ein af uppáhalds plötunum hennar. Annað uppáhald hjá henni er David Bowie. Hún er líka með tattú, mótorhjólapróf og skotveiðileyfi! Einu sinni bauð ég henni á Coldplay tónleika og í miðju setti hallaði hún sér að mér og sagði: „Birgir minn… þetta er ágætis hljómsveit og allt það … en mikið djöfull er þessi söngvari mikill vælukjói!“ … Hún er lítið fyrir það að sýna veikari hliðar sínar og er svalari en andskotinn … hlustið bara á þetta lag ef þið trúið mér ekki … ég get bara beðið til Guðs að dóttir mín erfi skapgerð móður minnar … það yrði algjör … ótrúlega fallegt. Veltu eftirfarandi fyrir þér: • Hver er viðmælandi höfundarins í hvoru bloggi um sig? • Hvað finnst þér gott við þessi blogg? En slæmt?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=