Neistar

64 Músíktilraunir og hálffull glös Heiða Eiríksdóttir Líf mitt hefur verið mun fjölbreyttara en líf þessa bloggs bendir til, sem er synd því ein aðalástæða þess að ég blogga er til að geta flett upp í mínu eigin lífi seinna (að því gefnu að hamfarir geri ekki allar tölvur ásamt internetinu óstarfhæfar eftir nokkur ár). En hvað um það, Músíktilraunir 2013 hafa verið í fullum gangi þessa viku og úrslitin eru á morgun í Silfurbergi í Hörpu. Þar er um algjöra lúxus-versjón af Músíktilraunum að ræða, því húsakynni eru þægileg, sæti líka, og hljómurinn nálgast fullkomnun. Það ætti því að vera hægt að mæla með því að kíkja í Hörpu á laugardag klukkan 5. Svo er ég hætt í japönsku í Háskóla Íslands og er að leita mér að dagvinnu. Búin að sækja um á einu kaffihúsi og einni sjoppu. Ætla að skoða nokkra hluti sem ég er búin að læna upp sem annað hvort skemmtilegum vinnustöðum eða sem skemmtilegu fólki að vinna þar svo vinnan sjálf verði betri. Maður er nefnilega manns gaman eins og máltækið segir og því eru góðir vinnufélagar stundum jafnvirði nokkuð margra þúsundkalla og gera skítalaun skárri. Það er reyndar ekki hægt að éta vinnufélagana í kvöldmat en ef þeir eru skemmtilegir og maður hlær mikið yfir daginn er maður svo hamingjusamur að kvöldi að maður borðar minni skammt með bros á vör … Glasið er hálf-fullt …af ódýrasta Bónus- sódavatninu reyndar en það er samt gos í því. Vú hú, lifi allt skemmtilegt og bú á leiðinlegt og þras og þvælu og lifi Músíktilraunir alveg sérstaklega og lifi unglingar og lifi tónlist. Góða helgi! Blogg um málefni líðandi stundar Jafnvel þótt blogg þyki almennt ekki alltaf merkilegar ritsmíðar er auðvelt að koma auga á margvísleg stílbrögð hjá bloggurum. Allir eiga það sameiginlegt að vilja • miðla einhverju • vekja athygli • fá viðbrögð Og þessir bloggarar – hvernig ná þeir athygli? Með því að hafa fyrirsögn lokkandi og óræða eða einhverju öðru? Í textunum er að finna ýmis stílbrögð sem ætlað er að hafa áhrif á lesandann, kannski í þá veru að gera textann safaríkan og skemmtilegan aflestrar – en það skiptir verulegu máli þegar netið er annars vegar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=