Neistar
63 a. Persónusköpun Byrjaðu á því að skrifa niður ótal smáatriði um þjófana (nafn, aldur, hæð, þyngd, klæðaburður, heimili, fjölskylduhagir, tengsl þeirra, draumar þeirra, uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, áhugamál). Smám saman birtist (af sjálfu sér) skýr mynd af þeim báðum. Leiktu sama leikinn með lögregluþjónana. Ef þú vilt geturðu æft ritunina með því að breyta þessum upptalningum yfir í samfelldan texta. b. Sjónarhorn Skrifaðu 1. persónu frásögn af sjálfri handtökunni út frá: • öðrum þjófanna • lögregluþjóni Skrifaðu símtal til lögreglunnar frá aukapersónu að eigin vali, t.d.: • Hannesi, húsverðinum á Umferðarmiðstöðinni • Friðrikku, framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar • einhverjum í íþróttahúsinu • persónu sem þér dettur í hug c. Atburðarás Skoðaðu vel atburðarásina sem fram kemur í fréttinni. • Geturðu púslað henni saman í rétta tímaröð, allt fram að handtökunni? • Ef þú ímyndar þér að öll innbrotin hafi verið liður í stórri áætlun – hvert gæti markmiðið hafa verið? d. Kvikmyndagerð Horfðu vel yfir allt efnið og finndu gott upphaf á kvikmynd sem byggir á þessum atburðum. Hvernig læturðu myndina byrja?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=