Neistar
62 Leggðu góðan grunn! Það er (líklega) einfaldara en þú heldur að leggja grunn að góðri sögu eða kvikmynd. Staðreyndin er sú að ef við leikum okkur frjáls- lega með efniviðinn (eins og við leikum okkur með leir eða legó) mun á endanum birtast eitthvað svakalega spennandi. 6. Persónusköpun, sögusvið, atburðarás Í þessari stuttu frétt koma fram fjölmargar persónur (tveir þjófar og heil deild í rannsóknarlögreglunni á Akureyri!), alls kyns smáatriði (sem við ætlum ekki að telja upp) og brotakennd atburðarás. Þetta gefur færi á fjölbreyttri, skapandi vinnu: Viðurkenndu þrjú innbrot RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar á Akureyri handtók tvo menn um þrítugt í fyrradag, sem við yfirheyrslur viðurkenndu þrjú innbrot. Mennirnir viðurkenndu innbrot í Umferðarmiðstöðina á Akureyri um helgina, þaðan sem stolið var um 100 kg peningaskáp sem í voru bókhaldsgögn og um 80.000 krónur í peningum og vöruvagni. Einnig viðurkenndu þeir innbrot í Endurvinnsluna á Akureyri um helgina, þaðan sem m.a. var stolið verkfærasetti og innbrot í íþróttahúsið á Þelamörk fyrir um hálfum mánuði þaðan sem stolið var um 30–40 þúsund krónum í peningum. Þá viðurkenndi annar mannanna að hafa stolið GSM-síma.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=