Neistar
60 Við hvern ertu að tala? Oftast nær er mikilvægt að hafa í huga fyrir hvern textinn er skrifaður. Tilgangur texta er einmitt að ná til fólks og miðla einhverju, t.d. upplýs- ingum, boðskap eða stemningu og til að texti nái til fólks þarf hann að höfða til þess: • Er textinn fyrir fullorðna, bekkjarsystkini þín eða yngri börn? • Hvað vekur áhuga lesendahópsins? • Hvernig tungumál geturðu notað? • Hvernig getur þú fangað athygli þeirra og skrifað texta við hæfi? • Er þetta sértækur texti (bara fyrir örvhenta unglinga sem búsettir eru í nyrsta hluta Suðurlandsundirlendis og hafa áhuga á Minecraft) eða mjög almennur texti (sem allir þurfa að skilja, bæði börn og fullorðnir)? 5. Texti fyrir hvern? Skoðaðu þessi textabrot og veltu fyrir þér fyrir hvern eða hverja þau eru skrifuð. Hafðu í huga aldur og kyn þeirra sem textinn á að ná til. Mundu að rökstyðja mál þitt – hvað er það við hvern texta sem fær þig til að draga þessar ályktanir? Lífið er of stutt til að leita að sokkum í stíl! „Sofðu, unga ástin mín, – úti regnið grætur.“ Mörg efni á heimilinu eru gagnleg en geta verið skaðleg eða jafnvel lífshættuleg ef þau eru ekki meðhöndluð rétt og verða spilliefni í náttúrunni ef þeim er ekki fargað með viðhlítandi hætti.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=