Neistar

4. Ljúktu við textann Hér eru tveir textar þar sem síðasta efnisgreinin hefur verið tekin út. Lestu þá yfir og skrifaðu síðan síðustu efnisgreinina – sem þarf auðvitað að vera í samhengi. Kryddjurtarækt í stofuglugga Michelle Obama hóf aprílmánuð á því að planta aftur í matjurtargarðinn við Hvíta húsið. Hún segist hafa fengið mörg hundruð kíló af grænmeti og kryddjurtum upp úr garðinum í fyrra og ætlar nú að stækka garðinn. Í því skyni sté hún sérstakan „vaxtar-dans“ til að hvetja grænmetið til að vaxa. Innblásin af grænum fingrum frú Obama ákváðum ég og dætur mínar að hefja eigin ræktun heima hjá okkur. Við erum að vísu ekki með jafn góðan garð og þau í Hvíta húsinu, þannig að ræktunin fer fram í pínulitlum grænum bakka í stofuglugganum. En við gætum prófað að dansa í kringum græna bakkann og hver veit nema uppskeran verði svo góð að við þurfum að færa ræktunina út á tveggja fermetra svalirnar og þaðan út í garð. Þær kryddjurtir sem við ræktum þarna í gluggakistunni í þessum fyrsta áfanga, eru kóríander, basil og rósmarín. Þá ákváðum við að gera tilraunir með að rækta kúrbít, tómataplöntu og sólblóm. Þetta þrennt síðasta á senni- lega ekki mikla von um uppskeru en um leið og fyrstu laufin eru komin á spírurnar, flytjum við þetta í stærri potta og reynum að gera allt eftir kúnst- arinnar reglum. Við erum búin að fjárfesta í bókum um ræktun kryddjurta innanhúss og það er mikil spenna í okkar herbúðum. Mín hefur augu og mitt hefur nef E itt sinn bjó karl og kerling og áttu sér ekki barna. Einn morgun, þá karl fór á skóg að veiða dýr og fugla, segir hann við kerlingu: „Í kvöld skal ég drepa þig, ef þú verður ekki búin að eiga mér króga.“ Síðan fór hann af stað. Nú fór kerling að gráta og sest með miklum harmatölum út undir bæjarvegg. Þá kom til hennar kona og spyr, því hún gráti. Hún sagði henni orð karlsins. Konan kvaðst skyldu hjálpa henni. Þær veiddu hrafn, sem var að flökta þar í kring og vöfðu hann reifum. Síðan fór konan í burtu. Kerling var nú að hossa og hampa þessum unga sveini, þangað til karl kom heim. Varð hann nú yfrið glaður, þegar hann sá, að kerling var búin að eignast barn um daginn. Kerling fer nú ofan að sækja honum mat, en karl var að hossa reifaða barninu úti við gluggann og tók úr skjáinn, svo hann sæi útlit og yfirbragð barns þessa. Þá segir karl: „Mín hefur augu og mitt hefur nef og mitt hefur til þín runnið.“ Varð krummi þá svo frískur, að karl réð öngu við hann. Losnuðu þá reifarnar utan af honum, svo krummi losnaði og flaug út um gluggann. 59 Hvernig er síðasta efnisgreinin?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=