Neistar

58 3. Ólík málsnið, ólíkur texti Fyrri hluti: Hafa allir textar ákveðin einkenni? Hvaða orð og orðanotkun dettur ykkur í hug þegar þið hugsið um þessar textategundir? Skrifið niður nokkur orð og þau atriði sem ykkur finnst einkenna þær. Rómantísk saga Vísindaskáldskapur Sjónvarpsdagskrá Kennslubók í íslensku Mataruppskrift Leiðbeiningabæklingur Smáauglýsing Fræðigrein Veðurfréttir Lagagrein Tölvuleikur Lýsing á íþróttakeppni Seinni hluti: Veljið tvær textategundir úr listanum hér fyrir neðan. Skrifið texta sem er lýsandi fyrir þær tegundir – en hann verður að innihalda þessi þrjú orð: reikningur – blað – myrkur Veðurlýsing Stærðfræðibók Matseðill Fasteignaauglýsing Leiðbeiningar Brot úr ævintýri Kvikmyndagagnrýni Fréttaskot úr slúðurblaði Skilti á flugvelli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=