Neistar
Hjálp í viðlögum – að nýta sér tæknina og netið Enginn einn staður fyrirfinnst sem geymir öll réttu svörin um málfarsreglur í íslensku, hvorki á bók né á netinu. Enginn einstaklingur býr heldur yfir öllum réttu svörunum (ekki einu sinni kennarinn þinn). En ef þú hefur áhuga á að vanda þig sem málnotandi – bæði í töluðu og rituðu máli – standa fjölmargar hjálparsíður þér til boða og margar þeirra eru bæði hraðvirkar, einfaldar, þægilegar og ókeypis og opnar öllum. Auk þess eru til reiðinnar býsn af góðum orðabókum og handbókum um íslensku, bæði gömlum og nýjum. Allt þetta er hægt að nýta sér í leitinni að sterkri rödd; þetta eru nauðsynleg vítamín og fæðubótarefni sem styrkja þig smám saman og þjálfa. Ótal ókeypis tól Á netinu leynast ótrúlega mörg tól sem geta hjálpað þér að skrifa og tala góða íslensku. En hraðinn á tækninýjungum er slíkur að það er nánast ómögulegt að setja skrá yfir þessi tól í bók – hún yrði fallin úr gildi um leið og bókin kæmi úr prentun! Þegar þú lest þessi orð er líklega best fyrir þig að nota leitarvélar til að finna nýjustu útgáfur, forrit eða smáforrit sem bjóðast hverju sinni. Árnastofnun – opin fyrir þig Innan Háskóla Íslands starfar stofnun sem er í daglegu tali kölluð Árnastofnun. Hún gegnir margvíslegum hlutverkum og eitt þeirra er að auðvelda okkur að vanda betur hvernig við tölum og skrifum. Á heimasíðu stofnunarinnar er m.a. að finna þessi gullvægu hjálpartól (sláðu heiti þeirra inn í leitarvélar til að finna nýjustu útgáfu): Beygingarlýsing íslensks nútímamáls – hvernig fallbeygjast orð? Hér geturðu á sáraeinfaldan hátt séð hvernig íslensk orð beygjast. Notkunin er einföld: Þú slærð inn grunnmynd orðs, t.d. hestur, og færð upp allar beygingarútgáfur sem mögulegar eru. Þetta verkfæri geturðu notað til að skerpa á beygingum orða hjá þér almennt en líka til að athuga með einstaka orð. Ritmálssafn Árnastofnunar Hægt er að slá inn hvaða orði sem er og sjá notkun þess í margs konar textum, bæði nýjum og gömlum. Á vef Árnastofnunar er líka að finna skrá yfir aðskildar ritreglur og skrá um orðasambönd . 57
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=