Neistar

54 Ritun snýst um að koma skoðunum sínum á framfæri og tjá hugsanir í gegnum blýant, penna, ritvél, tölvu, snjallsíma – hvaða tæki það er skiptir engu máli. Aðalatriðið er að þú venjir þig á að leyfa hugsunum, hugleiðingum og tilfinningum að flæða fram, áreynslulaust og án dómhörku. Stundum þarf vissulega að hugsa sig um. Stundum þarf meira að segja að vinna ákveðna undirbúningsvinnu áður en lagt er af stað, t.d. þegar þú skrifar innkaupalista fyrir garðveislu með því að: 1. beita skapandi og greinandi hugsun, s.s. að hugsa mjög stíft um hvað er til og hvað vantar með því að fara yfir skápana í huganum, 2. beita heimilda- og rannsóknarvinnubrögðum, s.s. með því að opna einfaldlega skápana og finna út hvað vantar eða 3. beita blöndu af þessu tvennu. 3. kafli Ólíkur texti, alls konar ritun, en alltaf sömu lögmálin Markmiðið með þessum kafla er að æfa ritun og gefa þér færi á að virkja sköpunargáfuna þannig að þú getir kallað fram eitt og annað sem í þér býr en þú vissir ef til vill ekki af. Ritun er áhrifarík leið í samskiptum og tjáningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=