Neistar

Taktu stöðuna! Margt býr í málfræðinni og sumt þarftu að leggja á minnið. Gleymdu því samt aldrei að tungumálið varð til löngu áður en málfræðin varð til – málfræðin er einfaldlega okkar leið til að tala um það hvernig tungumálið virkar ! Hvað snertir talmál, ritmál og rafmál: Eins og við höfum séð í kaflanum er oft himinn og haf á milli þessara ólíku tjáningarleiða og mikilvægt að temja sér að hafa skýr mörk á milli þeirra. Við þurfum á þeim öllum að halda – bara á réttum stað og réttum tíma! Að lokum – þetta um málfræði og málnotkun skil hvernig forsetningar hafa áhrif á merkingu málsins. veit hvernig atviksorð virka í tungumálinu. þekki helstu samtengingar og skil hlutverk þeirra. er alveg með á hreinu hvert nafnháttarmerkið er. get greint upphrópanir í texta og skil merkingu þeirra. þekki helstu einkenni talmáls og ritmáls. get útskýrt muninn á formlegu og óformlegu máli. get notað ólík málsnið í ræðu og riti. þekki alla fimm flokka óbeygjanlegra orða. veit hvert hlutverk forsetninga er í tungumálinu. 52

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=