Neistar

51 25. Frekar hvað? Hvaða orðflokki tilheyra skáletruðu orðin? Eitt og sama orðið getur tilheyrt fleiri en einum orðflokki. Til að greina orðflokk þarf alltaf að skoða merkingu orðsins og stöðu þess í málsgreininni. Hann talaði við frekar skemmtilegar og gáfaðar konur í gær. Hann talaði við frekar , skemmtilegar og gáfaðar konur í gær. Þetta er bærilegur dagur. Ég hef það bærilegt í dag. Adolf sagði að Júlía kæmi rétt strax. Er strætó að koma? Báturinn sigldi að landi. Bátinn rak að . Þetta er sæmilega unnið hjá þér. Þú náðir sæmilegum árangri. Ertu til ? Komdu til mín. 26. Ási á Á á á á beit Hvað eru mörg á í þessari setningu: Ási á Á á á á beit? Skoðaðu vandlega hvert á og finndu út hvaða orðflokki það tilheyrir í hvert skipti. Nafnháttarmerki Þetta er minnsti orðflokkurinn en hann inniheldur aðeins eitt orð: að . En taktu samt vel eftir – aðeins þegar að stendur með sagnorði í nafnhætti: að skoða, að hlusta, að brjóta. Á hvað ertu að hlusta? Ertu nokkuð að brjóta reglurnar? Það er gaman að skoða myndirnar af þér. Í texta má vel sjá sagnorð í nafnhætti án þess að nafnháttarmerkið standi með því: Ég vil skoða þetta blað. Við viljum skoða þetta blað. Þegar sagnorð í nafnhætti eru notuð í upptalningu þá er nafnháttarmerkið aðeins notað með fyrstu sögninni: Þau lærðu að synda, kafa, róa og veiða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=