Neistar
24. Já Hver er munurinn á orðinu já í dæmunum hér til hliðar? Skoðaðu merkinguna og beygingareinkenni og sjáðu hvort þú kemst að réttri niðurstöðu. 50 Upphrópanir Upphrópanir lýsa oftar en ekki tilfinningum; undrun, gleði og sorg. Við hrópum húrra! þegar við samgleðjumst einhverjum eða veinum ojjj! þegar við sjáum pöddu í salatinu. Upphrópanir má því skilgreina svona: Orð sem geta staðið ein og sér og þurfa engin önnur orð með sér til að lýsa því sem segja þarf. Kveðjuorð eins og hæ og bæ eru líka upphrópanir þegar þau eru notuð til að heilsa og kveðja. En hvað með já og nei? Eru þau alltaf upphrópanir? Skoðum dæmi: Pabbinn : „Fannstu símann þinn?“ Barnið : „Já!“ Mamman : „Viltu fara og finna símann þinn!“ Barnið : „Hmfrr!“ Mamman : „Af hverju geturðu ekki bara svarað með jái?“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=