Neistar

49 22. Aðal- og aukatengingar Flettu upp í málfræðihandbók og flokkaðu samtengingarnar í töflunni á bls. 47 í aðal- og aukatengingar. 23. Meira um aðal- og aukatengingar Skrifaðu niður tíu málsgreinar sem innihalda a.m.k. tvær setningar og greindu samtengingarnar í aðaltengingar og aukatengingar. Prófaðu að lesa máls- greinarnar án samtenginganna og finndu hvort þú skilur samhengið. Nokkur orð sem eru stundum samtengingar geta líka tilheyrt öðrum orðflokkum: • Er er samtenging þegar hægt er að setja þegar í staðinn og öfugt: Þeir hlupu er þjálfarinn flautaði – þeir hlupu þegar þjálfarinn flautaði. Þegar bjallan hringdi fóru allir í röð. Er bjallan hringdi fóru allir í röð. • Síðan er samtenging þegar hægt er að setja eftir að / frá því í staðinn: Síðan þú fórst hef ég verið með magakveisu. Eftir að þú fórst hef ég verið með magakveisu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=