Neistar

Aðalsetningar og aukasetningar Í íslensku er málsgrein skilgreind frá stórum staf að punkti. Hún getur verið ein setning eða fleiri en reglan er sú að hver setning verður að innihalda a.m.k. eina persónubeygða sögn. Málsgrein með einni setningu: Drengirnir fóru í bíó. Málsgrein með tveimur setningum: Drengirnir fóru í bíó og tóku strætó heim. Málsgrein með mörgum setningum: Drengirnir fóru í bíó og tóku strætó heim en vagninn bilaði á miðri leið og þeir þurftu að ganga meira en helming leiðarinn- ar því hvorki foreldrar Jóns né Óttars svöruðu símanum og þeir höfðu ekki aðra til að hringja í og biðja um að sækja sig. Setningar skiptast í aðalsetningar og aukasetningar og samtengingar skiptast í aðaltengingar og auka- tengingar. Aðalsetningar eru sjálfstæðar og lýsa fullri hugsun, • Þau borða morgunmat. Aðalsetning tengist annarri setningu með samtengingu: • Hann borðar hafragraut [en] hún borðar morgunkorn. Aukasetningar hefjast alltaf á aukatengingu, þær eru ósjálfstæðar og geta aldrei staðið sjálfstæðar: • Ég veit [að] krakkarnir eru duglegir. Ég veit = aðalsetning að krakkarnir eru duglegir = aukasetning 48

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=