Neistar

47 19. Ég elska hundinn minn Skoðið samtengingarnar hér og skiptist á um að ljúka setningunni sem verður að innihalda samtengingu. Haldið áfram þar til þið eruð komin í þrot. Dæmi: Ég elska hundinn minn vegna þess að hann er loðinn. Ég elska hundinn minn en þoli ekki hvað hann er hávær. og en eða ellegar heldur enda bæði … og hvorki … né annaðhvort … eða ýmist … eða hvort … eða að af því að því að vegna þess að þar sem ef nema þó að þótt til þess að þegar áður en meðan uns er þangað til að hvort hvort sem 20. Og – eða – en Notaðu samtengingarnar í verkefni 19 til að endurskrifa þennan texta. Þú mátt breyta setningaröðinni að vild og setja inn fornöfn í stað nafnorða – ef þér finnst það gera textann þjálli. Selma er skotin í Stjána. Selma veit ekki hvort Stjáni er hrifinn af henni. Stjáni bauð Selmu í partý. Selma var beðin að bjóða bestu vinkonu sinni, Erlu, með. Selma er mjög spennt og ánægð. Selma eyðir kvöldinu í að horfa á Stjána dansa við Erlu. Selma er núna að hitta aðra vinkonu, Láru. Selma fór með Stjána um kvöldið til að hitta Erlu, vinkonu Láru. Lára býr í Mosfellsbæ þar sem fjölskylda hennar frá Ísafirði hefur komið sér fyrir á undanförnum árum. Ísafjörður er fallegasti bærinn á norðanverðum Vest- fjörðum, þrátt fyrir að af mörgum bæjum sé að taka. Þegar þú hefur lokið við að endurskrifa textann skaltu lesa hann fyrir bekkjarfélaga sem les sína útgáfu fyrir þig. Notuðuð þið ólíkar samtengingar? Hvaða áhrif hafði það á textana ykkar? Nú skalt þú skrifa eigin texta (7–10 málsgreinar) þar sem allar samtengingar vantar. Láttu bekkjarfélaga þinn endurskrifa textann með samtengingum og fornöfnum og þú gerir slíkt hið sama með texta frá honum. 21. „Og“ og fleiri samtengingar Skoðaðu listann af samtengingum í verkefni 19. • Ræðið hvaða samtengingar þið notið mest og af hverju þið gerið það. • Til hvers notum við samtengingar? • Hvaða samtengingar notið þið sjaldnast og af hverju?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=