Neistar

44 15. Kæra dagbók Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá þér í dag. Dagurinn byrjaði illa og hvert leiðindaatvikið rak annað allan daginn. Settu þig í dramatískt hlutverk og skrifaðu dagbókarfærslu að kvöldi þessa dags. Að því loknu skaltu strika undir þau orð sem þú notaðir til að lýsa hvar , hvenær , hvernig og hversu oft eitthvað gerðist og líka þau sem þú notaðir til að leggja áherslu á orð þín. • Hvaða orð eru þetta sem þú strikaðir undir? Atviksorð eða lýsingarorð – jafnvel hvort tveggja? • Hvernig geturðu séð hvaða orðflokk þú notaðir? 16. Með hverjum vilja atviksorð hanga? Veldu þér sex blá orð og þrjú rauð orð og skrifaðu málsgreinar þar sem þú notar orðin sem þú valdir. Skoðaðu síðan með hvaða orðum þú skrifar lituðu orðin. Hvaða orðflokka notar þú saman? Geturðu skipt út rauðu orðunum fyrir þau bláu (og öfugt) án þess að málsgreinin missi marks? Atviksorð er eini orðflokkur óbeygjanlegra orða sem breytist eftir merkingu, þ.e. sum þeirra stig- breytast líkt og lýsingarorð: frst. mst. est. vel betur best illa verr verst hátt hærra hæst lengur lengra lengst 17. Stigbreyting Prófaðu þig áfram með stigbreytingu atviksorða, taktu einn atviksorðaflokk í einu og athugaðu hvaða orð þú getur stigbreytt. Í hvaða flokki eru flest atviksorð sem hægt er að stigbreyta? Hvaða flokkur inniheldur fæst þeirra? fram heima falleg hér hérna inni niður hátt innileg þangað út lítill uppi úti þar afar fljótt illa vel sjúklegur mjög ekki svona erfið þannig grænt ofsalega stjórnsamt líka æðislega hvar hvern- ig hvert aldeilis vinsamleg ábyggilega erlendis sjaldan snemma seint gær vinsamlega tvisvar snöggt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=