Neistar

Atviksorð Óhætt er að segja að án atviksorða ættum við erfitt með að gera okkur skiljanleg. Við notum atviksorð til að lýsa hvar, hvenær, hvernig og hversu oft eitthvað er gert eða gerist og líka til áherslu. Atviksorðum er gjarnan skipt í fimm flokka eftir merkingu þeirra. • Hvaða orð geturðu sett í eyðurnar? • Koma fleiri en eitt orð til greina? • Getur þú sagt þessar setningar þannig að þær haldi merkingu sinni – án þess að nota atviksorð? (Hér er gott að líta á atviks- orðaflokkana til að sjá hvaða orð eru ao.) Í Kveikjum er sagt frá því að atviksorð eigi það sameiginlegt með lýsingarorðum að vera svokölluð lýsandi orð . Sum stigbreytast meira að segja eins og lýsingarorð og því getur verið snúið að greina á milli hvort um lýsingar- orð eða atviksorð er að ræða. Það sem greinir á milli lýsingarorða og atviksorða er að lýsingar- orð lýsa nafnorðum og atviksorð lýsa sagnorð- um og atviksorðum. Hlutverk atviksorða er: 1. að lýsa sagnorðum: Stúlkan syngur vel (lýsir hvernig stúlkan syngur ). 2. að lýsa lýsingarorðum: Mjög fallegur söngur (lýsir hversu fallegur söngurinn er ) 3. að lýsa atviksorðum: Stúlkan syngur afskaplega vel (áhersla á hversu vel stúlkan syngur). 4. að hafa áhrif á merkingu setningarinnar í heild. Hann talar við mig. Hann talar aldrei við mig. Skoðum nokkur dæmi: Breki: „… líður þér í dag?“ Hrönn: „Mér líður … … “ Svala: „Farðu … með hundinn!“ Elvar: „Ha? … á ég að fara með hann?“ Leifur: „Komdu …, … láta mig … þurfa að bíða!“ Dóra: „Sérðu hver stendur …? Hann er … sætur!“ 43 inni líka snemma gær illa mjög út niður ekki afar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=