Neistar

42 12. Finndu fallið Hér er textabrot úr sögunni Einn fyrir alla eftir Þórð Helgason. Lestu hann yfir og finndu allar forsetningarnar í honum og hvaða falli þær stýra: Klukkan er tíu um kvöldið og við erum öll mætt upp í Grafarvog. Það er hálfrokkið og þungskýjað sem betur fer. Nonni er settur í varðstöðu við götuna. Bíllinn er geymdur á verkstæði sem vinur sadistans á, BÍLAVERKSTÆÐI JÓA, í gamalli skemmu. Að þessu hafði Gestur komist gegnum grunlausa mömmu sína. Siggi er í skæruliðabúningnum sínum og alpahúfan er dregin niður að augum. Hann er vopnaður heljarmiklum hnífi sem hann hefur fest við herklæðin. Og hann hefur fengið liðstyrk; Ragna systir hans er með honum. Hún brosir til okkar Nonna. „Takk fyrir síðast, heybrækur.“ Við Nonni roðnum báðir. Margar forsetningar stýra aðeins einu ákveðnu falli en nokkrar forsetningar geta stýrt tveimur föllum og þá ræður merkingin fallinu: Hún gekk í stofuna (þf.). Hreyfing eða stefna er alltaf í þolfalli. Hún er í stofunni (þgf.). Dvöl eða kyrrstaða er alltaf í þágufalli. 13. Sama forsetningin, sitt hvort fallið Nú skaltu búa til tvær setningar með hverri for- setningu en ólíkri merkingu (og um leið á fallorðið að standa sitt í hvoru fallinu): á – eftir – fyrir – í – með – undir – við - yfir 14. Um, frá eða til? Skoðaðu eftirfarandi lagaheiti og taktu sérstaklega eftir forsetningunum. Skiptu nú um forsetningu í hverju heiti og gættu að því að laga fallorðið að henni. Þú mátt nota hvaða forsetningu sem er. Skoðaðu hvernig merkingin breytist eftir því hver forsetningin er. Dæmi: Í bláum skugga = Undir bláum skugga, Að bláum skugga, Yfir bláum skugga, Andspænis bláum skugga. Á sjó Bjössi á mjólkurbílnum Dísa í dalakofanum Ég leiddi þig í lundinn Hjá þér Með sól í hjarta Þú getur flett upp í málfræðibók og skoðað hvaða forsetningar stýra hvaða falli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=