Neistar
Annað atriði er ekki síður mikilvægt en á annan hátt: Þau áhrif sem forsetningar hafa á fallorð (orð sem fallbeygjast). Með forsetningu stendur alltaf fallorð í aukafalli og það er for- setningin sem stýrir fallinu. Aðalfallið er eitt og það heitir nefnifall. Auka- föllin eru þrjú: þolfall, þágufall og eignarfall. Þú átt kannski ekki erfitt með að lesa og skilja þennan texta en engu að síður sérðu strax að hann er ekki alveg eins og hann á að vera. Hvað er rangt við hann? Lestu hann aftur yfir og í þetta skiptið eins og þú telur að hann eigi að vera. Hvað breyttist? Já, þú fallbeygðir fallorðin og settir þau í rétt föll, eftir því hvaða forsetning stóð með þeim. Þetta gerðir þú alveg án þess að hugsa þig um og án þess að hugsa hvaða orð (forsetning) stóð með fallorðinu. Þetta er enn eitt málfræði- atriðið sem þú kannt (næstum alveg upp á 10) án þess að hafa þurft að hafa fyrir því. Af hverju þá að tala meira um það? Til að skilja hlutverk orðflokksins og hvaða áhrif hann hefur á málið. Sjáðu þetta dæmi hér: Hann gekk á vegginn. Hann gekk á veggnum. Í þessum tveimur setningum eru nákvæmlega sömu orðin og meira að segja í sömu röð. Samt er mikill munur á merkingu þessara setninga. Sérðu hvað ræður merkingunni? Það er einmitt fallbeygingin. Þó svo við getum lesið og skilið texta þar sem öll fallorð eru í nefnifalli (sbr. textann hér til hliðar) þá skiptir fallbeyging miklu máli – hún felur í sér merkingarmun. Og fallbeyging ræðst m.a. af forsetningum og því hafa forsetningar mikið gildi og bein áhrif á merkingu þess sem við segjum og skrifum. nf. hér er ostur (nefnifall er aðalfall) þf. um ost forsetningin um setur orð í þolfall þgf. frá osti forsetningin frá setur orð í þágufall ef. til osts forsetningin til setur orð í eignarfall Skoðaðu þennan texta hér: Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíði eða áhyggjur í sitt daglegt líf. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæður. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðrir, mæta í félagsmiðstöðin, keppa í íþróttir, lesa upp verkefni í tímar, mæta á fyrsti dagur í skólinn eða bara þegar legið er uppi í sófi. 41
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=