Neistar
10. Skyrslettur Ímyndaðu þér að það sé vifta í loftinu í skóla- stofunni – og að einhver hendi skyrdós í viftuna. Hvar lendir allt skyrið? Skrifaðu a.m.k. tíu setn- ingar þar sem fram kemur hvar skyrið lenti. Dæmi: Það er skyr á töflunni. Skyrslettur leka niður gluggann. Skoðaðu setningarnar sem þú skrifaðir og strikaðu undir forsetningarnar sem þú notaðir. Í hversu mörgum setningum koma fleiri en ein forsetning til greina? Dæmi: Skyrið slettist á töfluna/undir töfluna/ofan á töfluna. 11. Burt með forsetningarnar Finndu texta sem er um 100 orð. Skrifaðu hann upp, slepptu öllum forsetningum og gerðu eyðu þar sem þær eiga að standa. Dæmi : Hann gekk ______ vatninu. Skiptu á verkefni við bekkjarfélaga og settu viðeigandi forsetningar í eyðurnar. Að því loknu færðu frumtextann hjá félaganum og ferð yfir. Hversu vel stóðstu þig? Ég fer – í – undir – yfir – kringum – gegnum – bak við Ég fer – frá – að – hjá – með fram – úr – fram hjá Ég fer – til – neðan – ofan – sunnan – norðan hús húsi húss 40
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=