Neistar

Óbeygjanleg orð – Smáorð Óbeygjanleg orð (líka kölluð smáorð) eru orð sem beygj- ast ekki – þau eru óbeygjanleg. Það þýðir að þau hvorki fallbeygjast eins og fallorð (hér er stór hestur um stóran hest frá stórum hesti til stórs hests) né tíðbeygjast líkt og sagnorð (ég les í dag og ég las í gær). Þau taka sem sagt engum breytingum – að undanskildum mörgum atviks- orðum sem stigbreytast. Þessi óbeygjanlegu orð, sem flest eru örstutt og tvö þeirra reyndar bara einn bókstafur, eru mjög mikilvæg í tungu- málinu – og áhrifamikil. Feitletruðu orðin hér fyrir neðan eru forsetningar – og sjáðu hvað þær hafa mikið að segja! „Tja, það er auðvitað ekkert að þér en það er mjög mikið sem býr í þér. Þú getur auðvitað líka verið frá þér, jafn- vel þótt einhver sé hjá þér eða með þér og einhverjar áhyggjur liggi þungt á þér.“ Svona getur orðið þér verið umkringt af ólíkum félags- skap og það eru meira að segja fleiri orð sem koma til greina: Jörðin getur verið undir þér og himininn yfir þér og á meðan lífið smokrast fram hjá þér geta tárin seytlað úr þér. Forsetningar – þessi smáu orð – bera nefnilega heilmikla merkingu! Það er munur á því hvort þú ferð í rúmið eða úr rúminu eða hvort þú ferð til vinar eða frá vini og það skiptir höfuðmáli hvort boltinn fer í markið eða yfir markið, er það ekki? Óbeygjanleg orð skiptast í fimm flokka: forsetningar (fs.) atviksorð (ao.) samtengingar (st.) nafnháttarmerki (nhm.) upphrópanir (uh.) Forsetningar Hver er munurinn á þessum tveimur setningum? Ég er að hlæja að þér. Ég er að hlæja með þér. 39

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=