Neistar
Þessum mun á tungumálunum og þeim lögmálum sem í þeim gilda er ágætlega lýst með hugtaki sem kallast málfræði. Málfræði fjallar um reglukerfi tungumálsins og hvernig það virkar. Ef engar væru málfræðireglurnar og hver og einn talaði eftir eigin geðþótta ættum við líklega erfiðara með að skilja hvert annað. Og sennilega væri erfiðara fyrir útlendinga að læra íslensku ef við hefðum ekki málfræði og málfræði- hugtök til þess að styðjast við. Í þessari bók er lögð áhersla á að þú skiljir virkni ólíkra orðflokka. Að þú fáir tilfinningu fyrir ólíkum blæbrigðum í málinu og mis- munandi málnotkun sem bundin er við ólíkar aðstæður. Tilgangurinn er að þú áttir þig á að tungumálið er í vissum skilningi eins og flókið tæki sem inniheldur bæði stóra vélarhluta og örsmáar skrúfur og að nauðsynlegt er í því sambandi að þekkja málfræðihugtökin vel. Þetta tvennt hangir nefnilega saman: Að þekkja og skilja. Málfræðin, ó málfræðin Öll tungumál heimsins eiga sér ákveðin sér- kenni sem aðgreina þau frá öðrum tungumál- um og gera þau einstök. Jafnvel mjög skyld tungumál (t.d. Norðurlandamálin) lúta á sum- um sviðum ólíkum reglum sem hafa þróast og náð fótfestu í áranna rás. Íslenska og danska eiga það til að mynda sameiginlegt að nafnorð geta verið með greini: íslenska: drengur – drengurinn danska: en dreng – drengen Í íslensku er til greinir í þremur kynjum en í dönsku eru aðeins tvö kyn: íslenska hvorugkyn: hið – barnið kvenkyn: hin – stúlkan karlkyn: hinn – drengurinn danska hvorugkyn: et – barnet samkyn (kvk. og kk.): en – pigen og drengen 38
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=