Neistar

37 Þetta er því ekkert flókið: Tungumálið er marg- skipt. • Vertu frjáls þegar þú tjáir þig við vini þína á ykkar talmáli en pældu meira í tjáningunni á almannafæri og við aðra. • Vertu frjáls og hugmyndarík(ur) þegar þú tjáir þig í spjallforritum og á öðrum skyldum vett- vangi – þar leyfist ýmislegt og aðalmálið er að sá sem þú ert að spjalla við skilji þig rétt. • Vertu skýr og vandvirk(ur) þegar þú tjáir þig í rituðu máli og mundu að þar gilda önnur lögmál heldur en í talmáli og rafmáli. Og með því að velta fyrir þér muninum á þessum þremur tjáningarleiðum muntu smám saman styrkjast í þeim öllum. Rafmálið er ekki alltaf málið Tungumál er lifandi og það er aldrei í kyrrstöðu. Öll tungumál verða fyrir stöðugum áhrifum frá ýmsum öðrum tungumálum og úr samfélaginu. Enskan hefur mest áhrif, til dæmis í gegnum söngtexta og kvikmyndir. Þess vegna glittir oft í enskt talmál, slettur og orðaröð í texta þar sem slíkt á alls ekki heima, svo sem í opinberum bréf- um, fréttum og í ritgerðum. Jafnvel mætti segja að á síðustu árum hafi fæðst ný tegund máls, rafmál og skilgreiningin á raf- máli gæti verið eitthvað á þessa leið: Rafmál er sú tegund tungumáls sem er notuð í skrifuðum samskiptum á milli fólks í stafrænum miðlum, t.a.m. í SMS-sendingum og í hvers kyns spjallforritum á netinu. Einkenni rafmáls eru einkum þau að mikið er um skammstafanir, slettur og slangur; tilfinningum og upphrópunum er komið á framfæri með táknum eða enn fleiri skammstöfunum. Fyrir áhugafólk um tungumál og þróun þeirra er auðvelt að fylgjast með því (á netinu, í sms-sam- skiptum og spjallforritum) hversu hugmynda- ríkt fólk getur verið í tjáningu sinni. En rétt eins og með talmálið er varasamt ef rafmálið fer að blandast of mikið saman við ritmálið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=