Neistar
36 Samtal 2 – Eyja og Sölvi spjalla saman í bókinni Garðurinn eftir Gerði Kristnýju „Býrðu einhvers staðar hér nálægt?“ spurði ég þegar við beygðum inn Garðastrætið. „Já, ég bý hér rétt hjá.“ „Áttu systkini?“ „Nei, engin. En þú?“ „Ég á heldur engin systkini. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það væri að eiga kannski eldri systur en mér hefur samt aldrei þótt það neitt leiðinlegt að vera ein með mömmu og pabba. Heyrðu, spilarðu nokkuð á hljóðfæri?“ Ég vildi vita allt um þennan strák. „Ég byrjaði einu sinni að læra á orgel en ég held ég sé búinn að gleyma því litla sem mér tókst að læra,“ sagði Sölvi og brosti. Ég ætlaði að fara að spyrja hann hvort hann væri í einhverjum íþróttum en um leið og við nálguðumst kirkjugarðinn fór ég að finna fyrir ónotunum. „Ég skil ekki af hverju það þarf að vera kirkjugarður inni í miðju hverfinu. Ég bara næ því ekki,“ sagði ég. „Hér var náttúrlega ekki mikil byggð þegar farið var að taka fyrstu grafirnar. Þetta voru bara móar og melar,“ svaraði Sölvi. Til að leggja áherslu á orð sín dró hann aðra höndina upp úr vasanum og slengdi henni í átt að kirkjugarðsveggnum sem var klofinn af stórri sprungu. Hversu sannfærandi finnst þér samtölin? Rökstyddu svarið. Hvað myndir þú aldrei segja? Skrifaðu annað samtalið upp eins og krakkarnir væru að tala saman í alvörunni en ekki í bók. Hvaða breytingar þarftu að gera? Berðu þig saman við bekkjarfélaga – eru samtölin ykkar lík eða ólík? 9. Hvernig talar fólk – í alvörunni? Hér er gripið niður í samtöl úr tveimur bókum. Berðu þau saman og svaraðu spurningunum. Samtal 1 – Anna, Jonni og Dísa spjalla saman í bókinni Ævintýraskipið eftir Enid Blyton „En það hugvit,“ sagði Anna og starði á gulnað pergamentið, sem lá við hliðina á skipinu. „Hugsið ykkur – hér sjáum við mynd, sem grískur hershöfðingi hefur gert, hershöfðingi, sem var fyrir skipaflota, sem flutti heilan fjársjóð. Af þessari mynd má sjá, hvar fjársjóðurinn er enn þann dag í dag og við erum eina fólkið í öllum heiminum, sem veit leyndarmálið.“ Þetta var stórfengleg hugmynd, og börnin urðu hljóð við. Aftur tók Anna til máls, dálítið feimnisleg: „Strákar – það verður ekki annað ævintýri úr þessu – er það? Enginn svaraði í fyrstu, svo sagði Jonni. „Anna segir satt – það getur verið, að við séum einu manneskjurnar í heiminum, sem vita þetta leyndarmál, en við getum ekki ráðið uppdráttinn vegna þess, að við skiljum ekki orð í grísku. Við vitum ekki einu sinni við hvaða eyju er átt. Það er þó gremjulegt.“ „Við verðum að komast að því,“ sagði Dísa. „Já – ekki þarf annað en að hlaupa til einhverra Grikkja – til dæmis Eppos og segja: Viljið þið gera svo vel að ráða þetta einkennilega skjal fyrir okkur? Nei, það er ekki góð hugmynd, Dísa. Allir menn með fullu viti myndu sjá, að þetta væri merkilegur gripur og þá myndum við ekki sjá blaðið framar.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=