Neistar
35 Að sama skapi væri skrýtið að lesa samtal tveggja aldraðra sjó- manna sem liti svona út: Flestir reyna að gera skrifuð samtöl eins raunveruleg og mögulegt er og sumir rithöfundar skrifa hikorð, slangur og slettur inn í sam- töl. Þó eru fáir sem fara alla leið og skrifa samtöl með öllu því sem einkennir talmál. Hvað ætli ráði því? 8. Að skrifa upp Skoðið samtalið sem þið skráðuð niður í verkefninu Bla bla og ble ble hér að framan og skrifið það upp eins og um samtal í bók væri að ræða. • Þurfið þið að breyta einhverju til að samtalið falli vel að ritmáli? • Hverju helst og af hverju? Gvendur: „Hey gaur, drífðu þig, við verðum alltof seinir maður og kallinn verður alveg kreisí!“ Geiri: „Uuuu – rólegur! Við getum alveg tjillað aðeins lengur, það er ekki eins og fiskarnir séu að fara eitthvað!“ Gvendur: „Ég er bara skítstressaður, kallinn á eftir að snappa á okkur!“ Geiri: „Kræst, hvernig nennirðu að tuða svona, djö ertu geðveikt leiðinlegur! Ég skal tala við sjomla, róaðu þig maður, þetta er ekkert mál.“ Hey gaur, drífðu þig …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=