Neistar

Þegar stíllinn og efnið tala ekki saman … Rithöfundar, blaðamenn og aðrir sem skrifa texta nota oft samtöl í skrifum sínum. Samtölin eru eins misjöfn og þau eru mörg og það fer auðvitað eftir efni og stíl hvers eðlis þau eru. Til að samtöl verði trúverðug þarf alltaf að vanda til þeirra, hver svo sem stíllinn er. Það væri t.d. hálf kjánalegt að lesa skáldsögu um unglinga á leið í ferðalag og samtal- ið væri á þessa leið: Má ekki nota talmálseinkenni í ritað mál? Eru reglur sem banna það? Dísa: „Nú styttist í að við bregðum undir okkur betri fætinum og förum austur á firði, það eru ekki nema tveir dagar í brottför.“ Eygló: „Ég óttast nú hlýindin framundan, þeim fylgir jafnan asahláka með tilheyrandi hlaupi í ánum, og hvernig á þá bíllinn að komast yfir þær og skila okkur heilum á húfi á áfangastað?“ Dísa: „Þú ert alltaf við sama heygarðshornið, ekkert nema svartsýnisrausið. Getur ekki unnt stúlku þess að hlakka til og málar skrattann á vegginn eins og þér einni er lagið!“ Eygló: „Það er nú óþarfi að hlaupa upp þó ég hafi veðurspána eftir, við skulum bíða og sjá – það er nú ekki öll nótt úti enn.“ 34 Nú styttist í að við bregðum undir okkur betri fætinum …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=