Neistar

RÆÐA 1 Hæstvirti forseti. Nú eru nokkrar vikur síðan óformlegur félagsskapur jákvæðra lifnaði á þessum vinnustað. Forsprakkar hópsins vilja þakka góðar undirtektir og fagna því af auðmýkt og gleði hve margir hafa lýst yfir áhuga á þátttöku. Margir hafa lagt lóð á vogarskálarnar og verið virkir í því að skoða vinnustaðarbraginn, velt fyrir sér samskiptaháttum og lagt sitt af mörkum til jákvæðra samskipta. Það er vel. Viðbrögð við framtakinu innan þings sem utan benda eindregið til þess að eftirspurn sé eftir áherslum á jákvæðni. Einungis einn þingmaður hefur lýst yfir einbeittum vilja til að sitja hjá og taka ekki þátt í framtakinu. Viðkomandi hefur þó sýnt félagsskapnum mikinn áhuga svo ekki er öll nótt úti um þátttöku okkar allra. Nú er boðað til stuttrar samkomu í Kringlunni í Alþingishúsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Þar geta áhugasamir þingmenn viðrað skoðanir sínar og skipst á jákvæðum og uppbyggilegum hugmyndum. Vonandi sjáumst við sem flest. RÆÐA 2 Forseti. Það er ánægjulegt að heyra að þingmenn séu tilbúnir til þess að skoða þá miklu tímaskekkju sem felst í því að hægt sé að fangelsa fólk fyrir að tjá skoðanir sínar. Og ég fagna því og vona að þingmenn meirihlutans séu jafnframt opnir fyrir þessum breytingum, því að það á ekki við á 21. öldinni að fólk geti þurft að sitja í fangelsi fyrir að segja skoðanir sínar þó að þær falli ekki öllum í geð. Og vil ítreka það að við erum ekki að leggja til að það verði refsilaust, en aftur á móti að fólk þurfi ekki að fara og sitja í fangelsi fyrir það að hafa skoðanir. 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=