Neistar

32 Formfast talmál? Talmál er ekki alltaf óformlegt og uppfullt af hikorðum, slettum og áhersluorðum. Ræður eru vissulega talað mál en oftar en ekki eru þær formlegar. Af hverju? Vegna þess að flestir punkta hjá sér ýmislegt um efnið sem þeir ætla að fjalla um; þeir eru því vel undir- búnir og vita (oft) nákvæmlega hvað þeir ætla að segja. Einhverjir lesa jafnvel beint upp af blaði – hvort ætli það flokkist sem talmál eða ritmál? Hér eru tvær ræður sem fluttar hafa verið á Alþingi – hvor þeirra heldur þú að hafi verið lesin upp af blaði? Af hverju heldur þú það? Hvort myndir þú telja þessa texta formlegt eða óformlegt mál? Hvað í textunum fær þig til að segja það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=