Neistar

6. Þú ert á dagskrá Vinnið þrjú saman og semjið 15 mínútna morgunþátt fyrir útvarp. Nauðsynlegt er að semja stuttan inngang, bjóða hlustendur velkomna, fjalla um daginn sem framundan er, jafnvel lesa úr blöðum dagsins. Að þessu loknu er gestur þáttarins kynntur til sögunnar en í viðtalinu er fjallað um tiltekið málefni sem hópurinn hefur ákveðið fyrirfram. Skiptið með ykkur verkum og þegar handritið með öllu sem tilheyrir er tilbúið skuluð þið taka þáttinn ykkar upp og hlusta á hann. 7. Kanntu að tala undir rós? Skrifaðu stutt samtal á milli stráks og stelpu sem sitja með fleiri nemendum í matsalnum. Þau þurfa nauðsynlega að ræða viðkvæmt málefni og taka ákvörðun og þau verða að gera það strax. Hvernig ferðu að þessu án þess að viðstaddir skilji hvað um er rætt? 5. Rás 1 og FM 957 Hlustið á tvær ólíkar útvarpsrásir (t.d. Rás 1 og FM 95,7) og greinið einkenni á málfari. Er einhver munur á málnotkun útvarpsfólksins eftir útvarpsstöðvum, t.d. hvað varðar formlegheit, hikorð og slettur? Hvað veldur þeim mun? Er það umræðuefnið, aldur þáttastjórnenda, markhópur útvarpsrásarinnar, hugsanlega undirbúningsvinna, eitthvað annað, allt af þessu eða ekkert? Finnið a.m.k. fimm atriði sem einkenna málnotk- un útvarpsfólksins og ræðið hver þeirra er aðeins að finna í talmáli. 31 Að tala undir rós þýðir að tala í kringum hlutina og gefa þá í skyn. Ef þú spjallar við ættingja af eldri kynslóðinni geturðu t.d. fengið að vita að fyrstu símarnir höfðu lítið með einkalíf að gera. Sveitasímarnir svokölluðu voru allir tengdir saman á eina línu. Þetta þýddi að þegar þú hringdir á sveitabæinn Hól í Norðursveit heyrðu allir bæirnir í sömu sveit hringinguna. Þeir gátu tekið upp tólið og hlustað á símtalið. Þess vegna þurfti að ræða öll viðkvæm mál undir rós – að fara í kringum hlutina og gefa sitthvað í skyn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=