Neistar

Texti 4 Fréttamaður: „Ég hérna, maður kannski sko, við vitum að Íslendingar bregðast vel við kallinu, ávallt, en maður kannski veltir því fyrir sér og einhver kann að velta því fyrir sér á þessu stigi, hvort það er ekki í raun í hlut stjórnvalda hverju sinni og ríkisins að sjá til þess að spítalarnir séu nútímavæddir?“ Viðmælandi: „Ja, við erum nú reyndar sjálf ríkið, svo við þurfum að hjálpa til, líka. En við erum nú orðin vön því að ríkið sjái vel fyrir okkur og þó í móti blási þá vitum við það að ríkið vill okkur vel og einmitt af því ríkið vill okkur vel þá verðum við að hjálpa ríkinu. Og ég er þeirrar skoðunar að það sé ákaflega fallegt á Íslandi hvernig orðið flýgur hratt og við vitum eiginlega alltaf hvað er að gerast vegna þess að við tölum þetta tungumál, skiljum allt sem við erum að segja hvert við annað, og nú flýgur orðið hratt og við vitum um að við þurfum að veita … uuu … Kvennadeildinni á Landspítalanum liðsinni og við gerum það með gleði. Fréttamaður: „Einmitt. Heldurðu að það sé eitthvert svona, heldurðu að Íslendingar séu sérstakir í þessum efnum, þessi samtakamáttur og þeir bregðast vel við, þeir eru tilbúnir til að að gefa, það eru mörg, mýmörg dæmi þess í þessum söfnunum sem að hafa verið á undangengnum árum, er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ Texti 3 Samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri minnkaði þjóðarstolt íslenskra unglinga umtalsvert frá árinu 2007 til 2012 og mun fleiri unglingar hyggjast nú flytjast af landi brott en áður. Athygli vekur að í fyrsta sinn frá árinu 1992 vildu umtalsvert fleiri íslenskir unglingar búa erlendis en á höfuðborgarsvæðinu. Yfir landið í heild vildu 43% unglinganna helst búa erlendis í framtíðinni en 32% á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar má geta þess að 57% svarenda bjuggu á höfuðborgarsvæðinu veturinn 2009–10. 28

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=