Neistar

27 Texti 2 Mánudagar eru verstu dagar í veröldinni. Það voru ótrúleg mistök hjá Guði að búa þá til. Hann átti bara að byrja að skapa heiminn á þriðjudegi, gera vötnin og jörðina og ganga frá þessu öllu strax í staðinn fyrir að nota heila tvo daga til þess. Unnur var ekki í vafa um að ef Guð hefði verið í skóla þá hefði hann gert þetta svona. Hann hefði gert allt til að losna við hávaðann og lætin sem fylgja mánudögum. Októbermorgunninn var dimmur og kuldalegur. Vindurinn beit hana í vang­ ana þegar hún þrammaði af stað ásamt Evu systur sinni með skólatöskuna dinglandi á bakinu. Það var hrollur í Unni. Fyrsti vetrardagur nýliðinn og ekkert nema ískaldur vetur framundan. Texti 1 Y: „Við vorum að ræða hérna rétt áðan … allir í megrun í janúar.“ X: „Já, það er svona … er svona soltið mánuðurinn, bæði janúar og september soldið, þúst maður er búinn að vera í köldum grillsósum og lambakótilettum og hvað þetta heitir yfir sumarið.“ Y: „Já, þetta er soldið svona í kjólinn fyrir jólin.“ X: „Já.“ Y: „Svo taka allir bara … “ X: „Svo fer maður í sumarköttið, sko … “ Y: „Já. “ X: „… alveg þangað til koma páskar eða þang- að til maður springur á limminu.“ Y: Hlær „Einmitt, en við ætlum að, ég hérna fann á … ég fór á internetið og fann eee lista … “ X: „Já?“ Y: „sem að hérna, eða fór svona að forvitnast um þessa megrunarkúra og hverjir hafa verið svona viðloðandi í … í síðustu ár og áratugi. Emm það eru til dæmis einn sem er … var þekktur á Heilsubælinu í Hveragerði – og ég er ekki að grínast, og þ … leið og ég segi þetta … þá áttu eftir aa að vita nákvæmlega hvað ég er að tala um. Þetta er sem sagt Fletcherism enn ee það var einhver Fletcher gaur sem sagði að fólk myndi missa kíló ef þau myndu tyggja matinn að minnsta kosti þrjátíu og … sem sagt … þrjátíu og tvisvar sinnum.“ X: „Ég hef heyrt …já ég hef heyrt þetta með að tyggja matinn en mér fannst það ekki vera tengt við einhverja megrun …“ Y: „Jú.“ X: „En var þá fólk bara eitthvað að tyggja mat- inn …?“ Y: „Já …“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=