Neistar

26 Málnotkunin, ó málnotkunin Þótt talmál og ritmál myndi sama tungumálið og byggi á sama grunni er svo margt sem greinir á milli þeirra að stundum er eins og þetta séu ekki systkini heldur tvær ólíkar dýrategundir. 1. Hver er hvaða texti? Skoðaðu textana á bls. 27 og 28 og veltu fyrir þér einkennum þeirra. • Hvernig myndir þú flokka textana? • Hvað er það í textanum sem fær þig til að ákveða hvaða flokki hann tilheyrir? • Úr hvaða textategund heldurðu að textinn komi? 2. kafli Málfræ, æði og fleira til Markmið í fyrri hluta þessa kafla er að efla tilfinningu þína fyrir ólíkum málsniðum með því að skoða tvær ólíkar hliðar tungu- málsins sem birtast í talmáli annars vegar og ritmáli hins vegar. Svo glittir í áhrif frá rafmáli og öðrum tungumálum líka. Í síðari hluta kaflans lærum við málfræðihugtök sem þér er þegar tamt að nota eins og ekkert sé.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=