Neistar

23 15. Skólareglur Vinnið fjögur saman og ræðið skólareglurnar í skólanum ykkar: • Hversu vel þekkið þið skólareglurnar? Hversu sýnilegar eru þær í skólanum? • Er tilgangur þeirra allra skýr? • Er augljós ástæða að baki hverrar reglu? Hver getur hún verið? • Eru einhverjar reglur óþarfar eða of strangar? Hverjar og af hverju? • Eru einhverjar reglur sem ykkur finnst eiga að gilda sérstaklega um unglinga? Hverjar og af hverju? • Eru einhverjar reglur sem ykkur finnst alls ekki eiga að gilda um unglinga? Hverjar og af hverju? • Ef ykkur finnst vanta reglu yfir eitthvað áríðandi hver væri hún? Skráið þær tíu skólareglur sem ykkur finnst mikil- vægastar. Þið getið bæði samið ykkar eigin og nýtt þær sem eru við lýði í skólanum ykkar. Gerið samanburð við aðra hópa – eru áherslur ykkar svipaðar eða er mikill munur á milli hópa? 16. Réttindi nemenda Vinnið fjögur saman í hóp. Hvaða grundvallarréttinda ættu allir grunn- skólanemendur að njóta? Skrifið niður allar hug- myndir og komið ykkur síðan saman um fimm atriði sem ykkur finnst mikilvægust. Semjið lagagrein um hvert atriði og skráið niður eftir mikilvægi. 17. Stutt ræða Semdu stutta ræðu um eitthvað sem þér finnst áhugavert eða brennur á þér. Notaðu allt sem þú hefur lært og kannt nú þegar í sambandi við ritun. Æfðu þig í að flytja ræðuna heima.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=