Neistar

21 13. Ágreiningur og málamiðlun Vinnið þrjú eða fjögur saman í hóp. Byrjið á að nefna eins mörg ágreiningsefni milli foreldra og unglinga og þið getið. Kennari skráir hugmyndir allra hópa á töflu og raðar þeim eftir því hversu algeng þau eru (algengust í 1. sæti o.s.frv.). Hver hópur velur sér tvö atriði af listanum til að ræða og markmiðið er að hópurinn komist að sameiginlegri niðurstöðu við að leysa ágreininginn. • Hvaða vanda viljið þið leysa? • Hverju viljið þið ná fram? • Hvaða lausnir myndu foreldrar sættast á? • Hvaða samkomulag getið þið lagt til? 11. Spjall Vinnið þrjú eða fjögur saman í hóp. Ræðið saman um ákveðið málefni og takið upp spjallið. Hlustið á upptökuna að umræðum loknum og pælið í henni: Vorum við málefnaleg? Fengu allir að koma sínum skoðunum að? Vorum við frjálsleg, hikandi, feimin? Hvernig fannst okkur að hlusta? Hvað getum við lært af þessu? Möguleg umræðuefni: • líkamsrækt og lífshollusta • lýtaaðgerðir • ofbeldisfullar kvikmyndir og tölvuleikir • yngri systkini • lestur og rafbækur 12. Námsmenn á launaskrá? Vinnið saman í sex til átta manna hópum og ræðið þetta álitamál: Á að borga nemendum fyrir góðan námsárangur? Hóparnir fara afsíðis, ræða saman og koma til baka með eina, sameiginlega niðurstöðu (með eða á móti). Hver hópur velur sér málsvara til að kynna sínar niðurstöður og helstu þræði í umræðunni. Hér er einkar mikilvægt að hlusta vel, leyfa öllum í hópn- um að segja sína skoðun og vera kurteis. RÆÐUKEPPNI Mælskulist hefur lengi þótt göfug list og í henni hefur verið keppt lengi um allan heim. Ræðumennska getur verið frábær leið til að æfa uppbyggingu á rökstuðningi, framsögn og tjáningu og þetta eru allt eiginleikar sem kemur sér vel að búa yfir. Hins vegar er gott að hafa í huga að keppnisform af þessum toga getur kallað fram einsleitni í tjáningu og farið að snúast meira um að koma höggi á andstæðinginn en að færa góð rök fyrir máli sínu. Markmiðið með ræðumennsku ætti alltaf að vera skýrt – að þjálfa eigin rödd og eigin sýn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=