Neistar
10. Ræðum málin! 1. hluti Vinnið fjögur til fimm saman í hópi þar sem umræðuefnið er: Það á að banna alla ofbeldisleiki innan 16 ára . Veltið fyrir ykkur hvað mælir með banninu og hvað mælir á móti því. Hvernig getið þið komist að niðurstöðu? Þarf hópurinn að verða sammála? Verið tilbúin að kynna niðurstöðu hópsins fyrir bekknum hvort sem hún er einróma eða ekki. 2. hluti Eftir umræðuna hugsar hver fyrir sig hvernig þátttaka hans eða hennar var í umræðunni: • Lagði ég eitthvað til máls? • Sagði ég skoðun mína? • Hlustaði ég á aðra í hópnum? • Sýndi ég kurteisi? Gátlisti og undirbúningur fyrir umræður Áður en ég tek þátt í umræðum: 1. Ég hugsa um hvaða skoðun ég hef á mál- inu sem er til umræðu. 2. Ég velti fyrir mér hvernig ég vil koma skoðunum mínum á framfæri og hvaða skoðanir séu mikilvægari en aðrar. Í umræðunum 1. Ég hlusta vandlega á skoðanir allra við- staddra, bæði þeirra sem ég er sammála og ósammála. 2. Ég sýni skoðunum annarra áhuga. 3. Ég spyr hiklaust ef eitthvað er óljóst. 4. Ég er kurteis og sýni öðrum tillitssemi og virðingu. 5. Ég gríp ekki fram í fyrir öðrum. Að umræðum loknum 1. Ég velti fyrir mér hvernig umræðurnar tókust: a. Hlustuðu þátttakendur vel hver á annan? b. Vorum við kurteis? c. Fengu allir að segja sína skoðun? d. Hvað get ég lært af þessari reynslu? e. Hvað gerði ég vel og hvað hefði ég vilj- að gera betur? 20
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=