Neistar
19 Allar þessar spurningar eru mikilvægar, vegna þess að þær koma í veg fyrir opna og lýðræðislega umræðu. Málið er einfalt: Allir græða á lifandi skoðanaskiptum – ef allir þátttakendur finna til frelsis og vita að þeir geta tjáð sig án þess að eiga á hættu að á þá verði ráðist. Samfélag okkar kennir sig við lýðræði – sem í sinni einföldustu mynd þýðir að við erum með í ráðum (því að við erum þessi „lýður“). En hugmyndin um lýðræði virkar einfaldlega ekki ef umræður og rökræður eru einhliða og í höndum fárra. Lýðræði virkar síður ef fáir taka þátt í að móta það. Lýðræðisleg þátttaka þín skiptir máli. Hvernig tekur þú þátt í að stjórna þínu nærumhverfi eða hafa áhrif á það? Hefurðu eins mikil áhrif og þú vildir hafa? Geturðu aukið áhrif þín? Fyrsta kastið beinum við sjónum okkar að þeim aðstæðum sem þú ert í nú, nefnilega þeim að vera nemandi í grunnskóla. Þar þarftu stundum að standa frammi fyrir bekkjarfélögum og kynna verkefni eða segja skoðun þína á ákveðnu málefni. Við erum misgóð í því að tjá okkur frjálst og óundirbúið. En það er okkur öllum hollt að reyna, prófa og jafnvel mistakast. Það versta sem gerist er að þú standir á gati – og það er allt í lagi!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=