Neistar

18 Þín rödd er aðeins þín Þú ert þú og þín rödd er einstök. Enginn getur tjáð þínar skoðan- ir, þína sýn, þín viðhorf, þitt sjónarhorn í umræðum og spjalli um heima og geima. Heimurinn þarf þess vegna á þér að halda – til að verða ríkari og magnaðri. Annað fólk þarf á því að halda að heyra í þér. Lífið snýst um samtal á milli fólks, miðlun ólíkra upplýsinga, fróðleik sem berst frá manni til manns. Þú heyrir ótal pínulítil atriði hér og þar í kringum þig og smám saman mótast heimsmynd þín og sjálfsmynd. Við erum mótuð hvert af öðru. Þess vegna er svo mikilvægt að allir geti tjáð sig opinskátt. Þorað að segja sína skoðun. Að allir geti staðið fyrir máli sínu, verið rökfastir og skýrir. Kurteisi – að sjálfsögðu! Umræður geta bæði verið afslappaðar (þar sem hugmyndum er varpað á milli á afslappaðan hátt) og fullar af átökum (þar sem þátttakendur keppast við að setja fram ólíkar og öndverðar skoðan- ir). Í umræðum þar sem átök fara fram er viss hætta á ferðum. Rétt eins og í öðrum átökum er hætt við því að fólki verði heitt í hamsi og þá er voðinn vís. Eftirfarandi er gott að hafa í huga í öllum umræðum, ekki síst þegar blóðið hitnar. • Tek ég hlutunum persónulega? • Hlusta ég ekki á önnur sjónarmið og bíð aðeins eftir því að röðin komi að mér? • Set ég fram málefnalegar athugasemdir? • Tala ég niður til annarra eða geri lítið úr þeim? • Reyni ég að koma höggi á aðra þátttakendur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=