Neistar

16 Sumarmál Þriðju nótt í sumri – þú og ég þreytt og hljóð í geisla af fullum mána sem leggur sína logabrú um ána. Og fuglar þeir sem fóru um langan veg fagnandi syngja, komnir heim til sín, fundu sinn stað sem fari ég til þín. Vornóttin mild og mitt hjarta er rótt – á milli okkar verður fært að nýju. Döggvaðar nætur, dagar fullir hlýju. Því skal ég ganga glöð í þeirri nótt sem gaf mér aftur frið og sátt við þig. Ég veit að enn mun vora fyrir mig. – Því skal ég ganga glöð í þeirri nótt. Kristín Jónsdóttir 9. Hvernig hljómar ljóðarapp? Vinnið í þriggja til fjögurra manna hópum með textana á opnunni – þetta eru ástarljóð, texti við popplag og rapptexti. • Finnið hvað er sameiginlegt með þeim og hvað aðgreinir þá. • Má flytja rapptexta hvernig sem er? Prófið ólíkar aðferðir. • Er hægt að syngja rapptextann? • Er hægt að flytja hann eins og hefð- bundið ljóð? (Hvernig flytur maður hefðbundið ljóð?) • Hvað með textann við popplagið, er hægt að flytja hann eins og rapptexta? Prófið. • Er auðvelt eða erfitt að semja laglínu við ástarljóð Kristínar Jónsdóttur? Er hægt að flytja hann eins og rapptexta? • Veljið einn texta og æfið flutning á honum þar sem þið flytjið hann saman sem hópur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=