Neistar

171 Ljóðaheitur pottur – Rokk og sýnd og reynd og sitthvað fleira Nú flettum við upp örmunum … eða brettum upp ermarnar og kíkjum á ljóð úr ýmsum áttum, bæði rokktexta og líka krefjandi ljóð sem vilja alls ekki láta skilja sig. Popptextar og rokktextar eru líka ljóð sem hægt er að lesa á blaði, án nokkurrar tónlistar. Þetta er texti við lag með hljómsveitinni Skepnu en höfundur textans er Hallur Ingólfsson. • Hvernig skilur þú þennan texta? • Hvað merkir þetta einn núll einn? En setningin „hæsta talan er einn“? Getur ljóðið haft fleiri en eina merkingu? Einn núll einn Eðlishvöt Heilbrigð þrá Eða árátta Fljótum löt Straumþung á Þreyja af dagsins vana og leiða En hérna úti á gráum götum Þar sem ást og ótti sína hildi há Við líðum hvert hjá öðru eins og skeytingarlausir skuggar Setjum svamp í eyrun þykjumst ekkert sjá Nema eitt Einn núll einn Einn og ekki neinn Einn og einn Holdið hér Heilinn þar Tætt sú sál Sprungum við Innanfrá Litrík augnlok svefninn leiða Hefur þú heyrt að, hefur þú frétt að Þessi borg sé nú að verða draugabær Þó að enginn hafi dáið erum við öll orðin svo sérstök Að við eigum ekkert lengur sameiginlegt Nema eitt Einn núll einn Einn og ekki neinn Einn og einn Þetta brim ber mig innan frá Blautt og kalt, sýrt og salt Og hæsta talan er einn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=