Neistar

170 Ef við skiljum að menningin – og allt sem er í henni – er eins konar risastórt spjall á milli manneskja og hugmynda þá skiljum við líka að þarna fer fram samtal á milli tveggja ljóða. Ljóðin kallast á. Ljóðlínur Sigfúsar bera með sér ákveðna stemmningu og jafnvel þótt hann tali ekki endilega um karlmannshöfuð velur Ingibjörg að skrifa eins konar kvenlegt andsvar. Svona sprettur eitt af öðru, sífellt, innan menningarinnar. Og það er afar mikilvægt að vera meðvitaður um það. Listamenn og skáld eiga sífellt í svona samtali, hvort sem þeir eru „alvarlegir“ og „djúpir“ eða „fyndnir“ og „flippaðir“. Hvaða orðaleikur með orðtak fer fram í miðjuerindinu úr ljóði Ingibjargar? 13. Botnaðu, botnaðu Þetta er upphafssíðan í ljóðabálkinum Frostfiðrildin eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Botnaðu byrjunina með eigin orðum. Berðu saman við útgáfur bekkjarfélaganna. Fáðu svo kennarann til að sýna þér upprunalegu útgáfuna (þá „réttu“). Varstu nálægt því að klára þetta ljóð á svipaðan hátt og Linda? nú veit ég það loksins elskan mín veit að hamingjan er eins og æðardúnn sem ______ í _______ _ _____ _____

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=