Neistar

168 11. Útgáfa ljóðabókar Vinnið þrjú til fjögur saman í hóp, semjið ljóð og gefið út ykkar eigin ljóðabók. Semjið átta ljóð eftir þessum hugmyndum: • Í anda og orðræðu smáauglýsingar. • Eldheitt ástarljóð. • Með siðaboðskap fyrir unglinga. • Með þremur línum, fimm atkvæðum í 1. línu og sjö atkvæðum í 2. og 3. línu. • Klippa sundur eitt ljóð og raða því upp á nýtt. • Frjálst. • Með öðrum orðum en sömu ljóðstöfum og eru í ljóðinu „Haust“ eftir Elínu Eiríksdóttur. Jörðin leggst í langan vetrardvala. Lífið sefur rótt um myrka stund. En seinna kemur sumarrós á bala og sólin kyssir lautir, hæðir, sund. Þannig lífið einlægt áfram heldur og ávallt sigrar myrkur dauðaþraut. Í sálu manns er óslökkvandi eldur og er í leit að nýrri þroskabraut. • Með öðrum orðum en sama endarími (kvenrím, karlrím) eins og í ljóði Elínar hér að ofan. • Undir áhrifum myndanna hér til hliðar. Vandið uppsetningu og frágang bókarinnar, notið sem fjölbreyttastan efnivið og leyfið hugmyndafluginu að njóta sín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=