Neistar

15 6. Ræðuskrif og ræðumennska Notaðu atriðin hér að framan til að undirbúa flutning á stuttri ræðu. Hafðu í huga að í upphafi er í góðu lagi að byrja smátt og einfalt. Veldu þér skýrt viðfangsefni sem þú hefur áhuga á. Tungubrjótar Barbara Ara bar Ara araba bara rabbarbara. Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði. 7. Kæra bæjarstjórn! Þið eruð að fara á fund bæjar- eða sveitarstjórn- arinnar þar sem þið búið og ætlið að sannfæra hana um nauðsyn þess að setja meira fjármagn í félagslíf unglinga í skólanum ykkar. Hvernig ætlið þið að bera ykkur að? Hvað ætlið þið segja? Hvernig ætlið þið að segja það? Á hverju ætlið þið að byrja? En enda? Punktið hjá ykkur helstu atriði sem þið viljið koma á framfæri á fundinum og æfið svo flutninginn. 8. Áhugamál Segið hvort öðru frá áhugamáli ykkar. Hvað kveikti áhugann? Hvað viðheldur honum? Hvar stundarðu áhugamálið? Geturðu sinnt því ein eða einn? Hvað þarftu að hafa til að geta sinnt því? Hvers krefst það af þér? Er það kostnaðarsamt? Hversu mikinn tíma notar þú í það? Eru margir sem eiga þetta áhugamál? Er einhver nákominn þér sem deilir þessu áhugamáli þínu með þér? Sérðu fyrir þér að þú munir alltaf hafa þetta sem áhugamál? Er eitthvað annað áhugamál sem þú hefur lúmskan áhuga á en hefur aldrei þorað að prófa? Punktið niður svörin og kynnið að lokum áhugamál viðmælanda fyrir öllum bekknum, án þess að nefna áhugamálið á nafn. Umræður og vangaveltur – Ólík áhrif Hvaða áhrif hafa ólíkir tjáningarmátar? Ræðið í hópum um það hvernig mismunandi áherslur í ræðuflutningi skila ólíkum skilaboðum: Hratt eða hægt Hátt eða lágt Skært eða djúpt Eintóna eða upp og niður Þagnir á milli setninga Stuðlar og rím í máli Notkun myndlíkinga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=