Neistar

165 8. Ljóðagreining Ljóðgreining snýst fyrst og fremst um að taka vel eftir – ekki síst því sem leynist örlítið undir yfirborðinu. Hafðu þessar vangaveltur í huga við lesturinn á ljóðunum tveimur og skrifaðu svo greiningu á hvoru ljóði fyrir sig. • Hver er ljóðmælandi (sá sem mælir fram ljóðið?) • Hver er sagan í ljóðinu? Um hvað er ljóðið? • Er ljóðið hefðbundið eða frjálst? • Leitaðu að ljóðstöfum, rími og hrynjandi • Hvaða andstæður eða hliðstæður kemurðu auga á í ljóðinu? • Hvaða tegundir myndmáls notast ljóðskáldið við? Huggun Litla barn með lokkinn bjarta, leggðu þig að mömmu hjarta, hún skal þerra þína brá. Seinna verður sorgin stærri og sárari – en tárin færri. Gott væri að mega gráta þá. Halldóra B. Björnsson Ævintýri á fjöllum Fjallkonan spennir á sig hamrabeltið og hendist niður hlíðina dýfir könnu leiftursnöggt í lækinn og þambar á hlaupum Hún má engan tíma missa Frést hefur að þýskur ferðamaður reiki rammvilltur um sveitina Hún ætlar að ná honum áður en björgunarsveitin birtist Það tekst henni líka, bregður fyrir hann fæti og fleygir í lyngið Um kvöldið renna hundarnir á lyktina finna manninn bundinn og blóði drifinn Fagurhvítar fjallasóleyjar balderaðar í hvíta bringuna Gerður Kristný

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=