Neistar

163 5. Myndmálun Skilurðu hugtökin bein mynd, persónugerving, viðlíking, myndhverfing? Besta leiðin til að skilja og ná tökum á þeim er að prófa að nota þessi stílbrögð. Semdu ljóð og æfðu þig í að beita fjölbreyttu myndmáli. Láttu síðan bekkjarfélaga þinn greina myndmálið í ljóðinu þínu, þannig færðu að vita hvernig þér tókst til. Myndhverfing felst í samanburði tveggja ólíkra hluta án þess að nota hjálparorð á borð við, eins og, líkt og, sem og fleiri af því taginu. Myndhverfing er algeng í daglegu tali því hún getur bæði verið eitt orð: kattþrifinn, stólfótur, asnaprik, fjallabak heil setning: nútíminn er trunta með tóman grautarhaus eða jafnvel heilt ljóð: Ásthildur hárið stormsveipur öræfanna augun stjörnuhrap vetrarins nefið fjall sjóndeildarhringsins varirnar mánasigð sólarlagsins brosið sólskin jökulheimsins hendurnar jafndægri haustsins mjaðmirnar hvel heimskautsins fæturnir veðrátta árstíðanna Jónas E. Svafár 6. „Góða kvöldið, er þetta hjá lögreglunni?“ Þessi stytta af ljóðskáldinu Tómasi Guðmunds- syni eftir Höllu Gunnarsdóttur stendur við Tjörnina í Reykjavík (eða situr, öllu heldur). Hún vekur að vonum mikla athygli en hún kallar líka á annars konar viðbrögð. Sagan segir að fljótlega eftir að styttan var afhjúpuð hafi lögreglan farið að fá símtöl frá áhyggjufullum nágrönnum og bílstjórum: „Já, er þetta hjá lögreglunni? Það situr maður á bekk við Tjörnina, þarna norðvestanmegin, og hann er að snjóa í kaf … þið þurfið að drífa ykkur á staðinn!“ Skrifið út frá þessari sögu: a. ljóð b. sögu c. framhaldið á þessu símtali d. samtal tveggja Íslendinga við erlendan ferðamann sem hefur miklar áhyggjur af manninum undir snjónum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=