Neistar

162 2. Bréfberinn • Hver er John Wayne og af hverju segir Neruda þetta um hann? • Hvað er áhrifamest í feitletraða textanum? • Hefur þig sundlað af texta eða upplestri? • Af hverju ljúkast augu skáldsins skyndilega upp? • „Það er ekki til sú mynd sem ekki verður til óvart, sonur sæll.“ Hvað á skáldið við með þessu? Skilurðu skáldið og ertu sammála þessari fullyrðingu? • Veljið annað hvort: • Setjið spjall þeirra Pablos og Marios upp í leikritaformi. • Flytjið ljóðrænan texta Pablos (feitletraða textann) sem ræðu með ljóðrænum og dramatískum tilþrifum. 3. Viðlíkingar Finnið upp á fleiri viðlíkingum um lestur eða upplestur, t.d.: „Þegar ég les ljóð líður mér eins og …“ „Þegar ég les ritgerð líður mér eins og …“ „Þegar ég les teiknimyndabók líður mér eins og …“ 4. Sveimur sveimur eins og eldflugur í ljósinu utan við gluggann íslensk snjókorn á aprílvori Þorgerður Mattía Geturðu komið auga á það hvernig þetta ljóð er viðlíking? Rökstyddu mál þitt. Viðlíkingar eru þegar einum hlut er líkt við annan með orðunum eins og, líkt og eða sem. Dæmi: Augu þín eru eins og stjörnur sem glitra og ég er frjáls eins og fuglinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=