Neistar

161 „Nei, don Pablo, það er ekki ljóðið sem er skrýtið. Það sem er skrýtið var hvernig mér leið á meðan þér fluttuð það.“ „Minn kæri Mario, reyndu nú að koma reiðu á hugsanir þínar. Ég get ekki eytt öllum morgninum í þetta spjall okkar.“ „Hvernig get ég útskýrt þetta? Þegar þér fluttuð ljóðið fóru orðin hingað og þangað.“ „Eins og hafið!“ „Já, þau hreyfðust alveg eins og hafið.“ „Það er hrynjandin.“ „Og það var skrýtið, því mig fór að sundla af allri hreyfingunni.“ „Þig sundlaði.“ „Já! Ég var eins og bátur sem rak um í orðum yðar.“ Augu skáldsins lukust varlega upp. „Eins og bátur sem rak um í orðum mínum.“ „Já!“ „Veistu hvað þú varst að enda við að búa til, Mario?“ „Hvað?“ „Myndhverfingu.“ „En það er ekki að marka hana, hún kom bara óvart.“ „Það er ekki til sú mynd sem ekki verður til óvart, sonur sæll.“ Spurningin var: Getur maður orðið sjóveikur af myndmáli og ljóð- um? Og svarið er: Já, svo sannarlega. Einföld orð sem er rétt raðað saman geta kallað fram í okkur óteljandi tilfinningar, kenndir og hugsanir. Einmitt þess vegna beitum við alls kyns brögðum í mál- notkun okkar, bæði þegar við skrifum ljóð og spjöllum saman um daginn og veginn. Myndmál, eins og öll stílbrögð, eru leið okkar til að þétta mál okkar, skýra það og gera það enn áhrifaríkara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=